EAPN á Póllandi kynnir sér störf Peppsins á Íslandi
Í byrjun júní tóku EAPN á Íslandi og Pepp Ísland á móti fulltrúum frá EAPN í Póllandi og sýndu þeim störf Peppsins og ýmissa annarra samtaka í Reykjavík. Við munum birta aðra samantekt af heimsókninni, ásamt myndum og umsögn gestanna, en hér að neðan má lesa yfirlýsingu um verkefnið sem heimsóknin var hluti af (á … Continue reading EAPN á Póllandi kynnir sér störf Peppsins á Íslandi
Sumarsamvera Peppsins í Mjóddinni alla virka daga frá 11-15 í sumar!
Pepp Ísland og Sumarborgin 2020 bjóða upp á Sumarsamveru í Mjóddinni og hófst verkefnið mánudaginn 29. júní 2020 og stendur yfir til 21. ágúst eða í samtals 8 vikur. Verkefnið snýst um að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid en félagsleg einangrun hefur komið ansi illa við marga jaðarsetta hópa og einkum fólk sem ekki … Continue reading Sumarsamvera Peppsins í Mjóddinni alla virka daga frá 11-15 í sumar!
Fjölmiðlaverðlaun götunnar – tilnefningar fyrir 2019
Undir mjög óhefðbundnum aðstæðum í þjóðfélaginu höfum við ákveðið að streyma verðlaunaafhendingu Fjölmiðlaverðlauna götunnar í ár og hafa hana hálf-lokaða. Afhendingin mun fara fram í safnaðarheimili Grensáskirkju, föstudaginn 13. mars kl. 15, eins og áætlað var. Við munum bjóða vinningshafa velkomna að koma og taka við verðlaunum og viðurkenningarskjölum á staðnum en einnig verður í … Continue reading Fjölmiðlaverðlaun götunnar – tilnefningar fyrir 2019
Fjölmiðlaverðlaun götunnar 2020 verða haldin föstudaginn 13. mars í safnaðarheimili Grensáskirkju
Fjölmiðlaverðlaun götunnar verða að þessu sinni haldin í safnaðarheimili Grensáskirkju föstudaginn 13. mars. Dómnefndin, sem eingöngu er skipuð fólki með reynslu af fátækt, vinnur nú hörðum höndum að því að leggja lokahönd á tilnefningalistann og mun hann liggja fyrir á næstu dögum. Einungis koma til greina umfjallanir sem fjalla á faglegan, vandaðan og virðingarfullan hátt … Continue reading Fjölmiðlaverðlaun götunnar 2020 verða haldin föstudaginn 13. mars í safnaðarheimili Grensáskirkju
Fjölmiðlaverðlaun götunnar – tilnefningar óskast!
Manst þú eftir framúrskarandi umfjöllun um fátækt í íslenskum fjölmiðlum frá árinu 2019? Var hún í útvarpi, sjónvarpi, í prentmiðli eða á netinu? Finnst þér einhver einstaklingur, samtök eða miðill hafa staðið sig vel í að vekja athygli á stöðu fátækra eða ójöfnuði í samfélaginu? Ef svo er sendu okkur tilnefningu (eina eða fleiri) með … Continue reading Fjölmiðlaverðlaun götunnar – tilnefningar óskast!
Best fyrir…? – Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi um fátækt og matarsóun
17. október á Grand hóteli frá kl. 8:30-10:30 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt og af því tilefni ætlar EAPN á Íslandi að efna til morgunverðarfundar um málefni sem mikið hefur verið í brennidepli að undanförnu. Umræðan um matarsóun er stór liður í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun og fyrir bættri umhverfisvernd, en … Continue reading Best fyrir…? – Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi um fátækt og matarsóun
Aðalfundur EAPN á Íslandi haldinn 8. apríl
Aðalfundur EAPN á Íslandi verður haldinn í Grensáskirkju 8. apríl n.k. kl 14:30. Fundurinn hefst á erindi frá Kolbeini H Stefánssyni, en hann mun kynna nýútkomna skýrslu sína um lífskjör og fátækt meðal barna á Íslandi á árunum 2014 til 2016. Fundargestum mun að erindinu loknu gefast tækifæri til að spyrja Kolbein spurninga og spjalla um … Continue reading Aðalfundur EAPN á Íslandi haldinn 8. apríl
Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi: „Á okkar kostnað?“ Innflytjendur – auður eða útgjöld?
Föstudaginn 29. mars n.k. mun EAPN á Íslandi standa fyrir morgunverðarfundi á Grand hóteli frá kl. 8:30 til 11:00 sem ber yfirskriftina: „Á okkar kostnað? - Innflytjendur: auður eða útgjöld?“. Á fundinum verður fjallað um eldfimt málefni sem oft verður áberandi í athugasemdarkerfum fjölmiðla í hvert sinn sem málefni hælisleitenda og flóttafólks eru fréttaefni. Oft … Continue reading Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi: „Á okkar kostnað?“ Innflytjendur – auður eða útgjöld?
Vinningshafar Fjölmiðlaverðlauna götunnar 2019
Þann 22. febrúar voru Fjölmiðlaverðlaun götunnar haldin við hátíðlega athöfn í húsakynnum Hjálpræðishersins í Mjódd. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt og var það Gabríel Benjamín, blaðamaður hjá Stundinni, sem bar sigur úr býtum í ár fyrir grein sína „Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum“. Gabríel átti jafnframt flestar tilnefningar … Continue reading Vinningshafar Fjölmiðlaverðlauna götunnar 2019
Tilnefningar til Fjölmiðlaverðlauna götunnar 2019
Fjölmiðlaverðlaun götunnar verða haldin í húsakynnum Hjálpræðishersins í Reykjavík í Mjódd, föstudaginn 22. febrúar frá kl. 14-16. Í boði verða kaffiveitingar og létt snarl og mun hljómsveitin Bee Bee and the Bluebirds mæta á svæðið og leika nokkur vel valin lög. Verðlaunað verður fyrir starfsárið 2018 og eru eftirfarandi aðilar tilnefndir: Gabríel Benjamín - … Continue reading Tilnefningar til Fjölmiðlaverðlauna götunnar 2019
Velferðarvakt EAPN birtir tillögur til aðgerða gegn fátækt
Móðursamtök EAPN hafa sett á fót Velferðarvakt (Poverty Watch) sem er ætlað að beina sjónum að raunverulegum aðstæðum fólks sem býr við fátækt. Vaktin byggir á vinnu meðlima í EUISG (European Inclusion Strategies Group), hóps sem fundar þrisvar á ári um stjórnvaldsaðgerðir, samfélagsleg úrlausnarefni, lobbýisma og aðgerðir til að vekja athygli á aðstæðum fátækra um … Continue reading Velferðarvakt EAPN birtir tillögur til aðgerða gegn fátækt
Tilnefningar til Fjölmiðlaverðlauna götunnar óskast!
Manst þú eftir framúrskarandi vandaðri og góðri fjölmiðlaumfjöllun um fátækt á Íslandi frá árinu 2018? Sendu okkur tilnefningar á peppiceland@gmail.com. Skilafrestur til 10. febrúar. Fjölmiðlaverðlaun götunnar eru verðlaun sem afhent eru fjölmiðlafólki fyrir framúrskarandi umfjöllun um fátækt á Íslandi. Verðlaunin eru veitt fyrir alls konar fjölmiðlaefni, úr sjónvarpi, útvarpi, af vefnum sem og í prentmiðlum … Continue reading Tilnefningar til Fjölmiðlaverðlauna götunnar óskast!
„Fjölmiðlaverðlaun götunnar“ afhent í Austurríki
Þann 17. desember s.l. voru hin austurrísku fjölmiðlaverðlaun götunnar, „Journalismuspreis von unten", afhent við hátíðlega athöfn í Vín. Það eru EAPN samtökin í Austurríki, Die Armutskonferenz, sem standa að verðlaununum og eru þau fyrirmynd Fjölmiðlaverðlauna götunnar, sem EAPN og Pepp á Íslandi hafa staðið fyrir undanfarin tvö ár. Í Austurríki eru verðlaunin veitt í fjórum … Continue reading „Fjölmiðlaverðlaun götunnar“ afhent í Austurríki
Félagsskapurinn stendur uppúr
Sigfús Kristjánsson skrifar um þátttöku sína í „capacity building" fundi á vegum EAPN samtakanna sem haldinn var í Vínarborg 27. - 29. september. Það var óneitanlega nokkuð sifjulegur félagsskapur sem fór saman í bíl til Keflavíkurflugvallar aðfaranótt miðvikudagsins 26. september. Ferðinni var heitið til Vínar með stuttri millilendingu í London. Það var þó bjart og … Continue reading Félagsskapurinn stendur uppúr
Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt: Fátækt í 100 ár
Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi verður haldinn 17. október nk. í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt á Grandhóteli og hefst kl. 8.30 Á fundinum verður fjallað um fátækt á Íslandi á fullveldisöld og horft á stöðu þeirra sem eru fátækir og þróun hennar undanfarin 100 ár. Leitað verður svara við því hvernig það var að … Continue reading Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt: Fátækt í 100 ár