EAPN á Íslandi og Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt standa fyrir ýmsum viðburðum, ýmist saman, sitt í hvoru lagi, og/eða í samstarfi við önnur samtök, stofnanir og einstaklinga.

Viðburðirnir eru af ýmsum toga en hafa ávalt að markmiði að skapa umræðu um fátækt og félagslega einangrun á forsendum þeirra sem við slíkt búa. Viðburðirnir eru ávalt skipulagðir með það markmið að skapa samtal milli þeirra sem hafa reynslu af fátækt og þeirra sem fara með völd í samfélaginu, stjórnmálafólks, fjölmiðlafólks, fræðafólks og þeirra sem starfa innan ýmissa stofnana samfélagsins.