Helstu markmið EAPN eru að berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun og að verja hagsmuni þeirra sem búa við fátækt.  Aðstæður fólks geta verið mismunandi og ólíkar ástæður fyrir erfiðleikum fólks. Afstaða EAPN er einföld: Fátækt og félagsleg einangrun er brot á grundvallar mannréttindum því fátækt gerir fólki ekki kleift að lifa með reisn.

EAPN á Íslandi nær markmiðum sínum með því að:

  • Berjast fyrir og kynna aðgerðir til að útrýma fátækt og koma í veg fyrir félagslega einangrun.
  • Auka vitund um fátækt og félagslega einangrun.
  • Valdefla fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun.
  • Vera málsvari og þrýstihópur fyrir og með fólki og hópum sem búa við fátækt og félagslega einangrun.

Í öllu okkar starfi leggjum við áherslu á jafnrétti og baráttu gegn hvers konar mismunun.