Lög EAPN á Íslandi (The European Anti Poverty Network in Iceland)

Samtök gegn fátækt.

1.gr.

Félagið heitir EAPN á Íslandi. Samtök gegn fátækt. Barátta gegn fátækt og félagslegri einangrun, Íslandsdeild Evrópu (EAPN).

 1. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

 1. gr.

Tilgangur félagsins er:

 1. Að berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun
 2. Að hvetja til árangursríkra aðgerða gegn fátækt
 3. Að starfa með og kynna opinberlega sjónarmið fátækra
 4. Að stuðla að opinni umræðu um málefnið og vera talsmenn þeirra sem

búa við fátækt.

 1. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að þrýsta á og kynna íslenskum og evrópskum stjórnvöldum og stofnunum, leiðir til að þróa og koma á árangursríkum aðferðum, er sporna gegn fátækt og félagslegri einangrun.

Félagar og aðild lögpersóna

 1. gr.

Stofnfélagar eru:

Nafn Heimilisfang Kennitala
Félag einstæðra foreldra Vesturgötu 5, 101 Rvík. 490371-0289
Geðhjálp Túngötu 7, 101 Rvík. 531180-0469

 

Hjálparstarf kirkjunnar Háaleitisbraut 66, Rvík. 450670-0499

 

Hjálpræðisherinn á Íslandi Pósthólf 372 , 121 Rvík. 620169-1539
Samhjálp, félagasamtök Stangarhyl 3a, 110 Rvík. 551173-0389
Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra Hátúni 12, 105 Reykjavík 570269-2169
Öryrkjabandalag Íslands Hátúni 10,105 Rvík. 631292-2599

 

6.gr.

„Félagsaðild er opin öllum félögum og félagasamtökum er starfa innan þriðja geirans og grasrótarsamtökum, sem hafa á stefnuskrá sinni að vinna að málefnum fátækra og þeirra sem eru félagslega einangraðir.”

Stjórn og aðalfundur

 1. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum, einn frá hverju stofnfélagi, þ.e. formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og einn meðstjórnandi. Að auki eru þrír varamenn. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. Aðrir í stjórn skipta með sér verkum. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.

Kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár. Aldrei skulu allir stjórnarmenn ganga úr stjórn samtímis og skal því kjósa tvo í stjórn til eins árs á fyrsta aðalfundi samtakanna.

Daglega umsjón félagsins og útdeilingu verkefna annast formaður í samráði við stjórnina.

Skráning félagsins er í höndum formanns og gjaldkera.

 1. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Aðalfund skal boða með minnst eins mánaðar fyrirvara og vera haldinn fyrir lok maí ár hvert. Innsend mál skulu hafa borist stjórn 14 daga fyrir aðalfund. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Hverju aðildarfélagi er heimilt að senda allt að fimm fulltrúa á aðalfund. Í fjarveru aðalfundarfulltrúa er honum heimilt að fela öðrum að fara með atkvæði sitt, enda sé það skriflegt, undirskriftin vottuð af tveimur og skal umboðið lagt fyrir fundarstjóra, áður en til atkvæðagreiðslu kemur.“

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram til samþykktar. Þá skulu nefndir sem falin eru störf í þágu samtakanna skila skýrslu.
 3. Reikningar liðins starfsárs lagðir fram til samþykktar.
 4. Fjárhags- og starfsáætlun kynnt og lögð fram til samþykktar.
 5. Lagabreytingar. Tillögur að lagabreytingum skulu liggja frammi minnst sjö dögum fyrir aðalfund og kynntar félagsmönnum með fundarboði.
 6. Stjórnarkjör.
 7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.
 8. Ákvörðun árgjalds.
 9. Önnur mál.
 1. gr.

Stjórnin sér um fjárreiður félagsins, þ.m.t. innheimtur félagsgjalda skv. ákvörðun aðalfundar hverju sinni. Hún gerir fjárhagsáætlun í upphafi hvers starfsárs og gerir upp reikningsárið. Stjórnin sér einnig til þess að haldið sé félagatal. Skrifaðar eru fundargerðir stjórnarfunda og skulu viðstaddir stjórnarmenn staðfesta fundargerð með undirritun sinni.

 1. gr.

Stjórnin kemur fram fyrir hönd félagsins, hefur umboð félagsmanna til að fara með mál félagsins og fylgja eftir markmiðum þess. Stjórnin er handhafi auðkenna félagsins. Stjórnin skal í störfum sínum taka fullt mið af sjónarmiðum aðildarfélaga og leita eftir þeim, verði því við komið, t.d. með almennum fundum, tilkynningum og umræðu á veraldarvefnum eða með öðrum hætti.

Almennur félagsfundur

11.gr.

Fari minnst fimmtungur félagsmanna fram á sérstakan félagsfund skal stjórn verða við því og boða til fundar með rafpósti með minnst þriggja daga fyrirvara. Atkvæðisrétt á félagsfundi hafa þau félög sem senda fulltrúa og greitt hafa félagsgjald.

Breyting á lögum

 1. gr.

Lögum þessum er aðeins heimilt að breyta á aðalfundi, enda séu lagabreytingar auglýstar í fundarboði. Til lagabreytinga þarf tvo þriðju hluta gildra atkvæða.

Slit félagins

 1. gr.

Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með tvo þriðju greiddra atkvæða. Komi til slita félagsins skulu eignir þess renna í þann sjóð sem aðalfundur telur best sæma tilgangi félagsins.