EAPN eru regnhlífarsamtök mynduð af félaga- og hagsmunasamtökum sem eiga það sameiginlegt að berjast fyrir hópa samfélagsins sem líklegir eru til að búa við fátækt og félagslega einangrun á Íslandi.

Öllum slíkum samtökum er velkomið að sækja um aðild að EAPN á Íslandi.

Samtökin eru aðili að European Anti-Poverty Network sem starfrækt eru í Brussel og eigum við okkur starfandi systrasamtök í nær öllum Evrópulöndum.