Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt, eru grasrótarstarf EAPN á Íslandi og eru öllum opin sem hafa reynslu af fátækt og félagslegri einangrun og vilja taka þátt í öflugu starfi til að breyta aðstæðum fólks sem býr við fátækt og viðhorfum samfélagsins til þess.

Pepp sækir fyrirmynd í samskonar starfsemi systrasamtaka EAPN víða um evrópu og er nafnið íslenskun á skammstöfuninni PeP, sem stendur fyrir People experiencing Poverty (fólk sem upplifir fátækt).

Pepp starfar með jákvæðni og valdeflingu sem meginmarkmið og gengur út á að fólk sem býr við fátækt sæki valdeflingu í að tala sínu eigin máli á opinberum vettvangi og aðstoða aðra í svipuðum aðstæðum.