Stjórnvöld hvött til að útrýma fátækt

Ný ríkisstjórn fær á sig áskorun um að útrýma fátækt á Íslandi á kjörtímabilinu 2017-2021 og byrja á því strax við undirbúning fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018 í grein Kristínar Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar í Fréttablaðinu í morgun

Þar bendir hún á að á hverju ári leitar fólk til Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem það á erfitt með að ná endum saman vegna lágra tekna og mikils húsnæðiskostnaðar.  „Þegar fólk á erfitt með að mæta þeirri grunnþörf að hafa þak yfir höfuðið hefur það áhrif á allt annað í lífinu.  Í félagsvísum Hagstofunnar frá 2015 segir að 23% öryrkja og 20,3% einstæðra foreldra búi við skort á efnislegum gæðum en það þýðir til dæmis að hafa ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni, að hafa ekki efni á kkjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag og hafa hvorki efni á heimasíma né farsíma eða að hafa ekki efni á sjónvarpstæki, þvottavél, bíl eða að halda húsnæðinu nægjanlega heitu.“

Hún hvetur alla til að axla ábyrð á samfélaginu sem við búum okkar, og ákveða saman hver ábyrgð ríkis og sveitarfélaga eigi að vera í stuðningsnetinu fyrir hvern og einn.  Grein sinni lýkur hún með því að lýsa yfir vilja Hjálparstarfs kirkjunnar til að taka þátt í þverfaglegu starfi til að útrýma fátækt og hvatningu til allra þeirra sem búa við fátækt að gera það líka.

Undir þetta er sannarlega hægt að taka

7% vinnandi fólks býr við fátækt

Fátækt meðal vinnandi fólks hefur aukist í Evrópu.  Á Íslandi er talið að 6,9% vinnandi fólks búi við fátækt.  Þar er aðallega um að ræða ungt fólk sem vinnur fulla vinnu en hefur ekki í sig eða á.  Því til viðbótar er um að ræða einstæða foreldra, leigjendur, fólk af erlendum uppruna og geðfatlaðir sem fást við fátækt.  Þetta kom fram á fjölmennum fundi EAPN á Íslandi og Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd þann 16. nóvember á Grand hótel.

Á fundinum fluttu Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og skýrsluhöfundur um lágmarksframfærslu, Guðný Björk Eydal, prófessor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Mikael Torfason, rithöfundur erindi.

Pepparar sögðu frá niðurstöðum ráðstefnu um fátækt meðal vinnandi fólks sem haldin var á vegum móðursamtaka EAPN í Brussel.

Tillögur sem bent var á til að takast á við fátækt voru:

  • Að móta heildstæða aðgerðaáætlun til að vinna bug á fátækt.
  • Móta heildstæða húsnæðisstefnu.
  • Skilgreina grunnframfærsluviðmið.
  • Draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga.
  • Samræma og samhæfa trygginga-, félagslega og skattkerfið.
  • Vinna með fátækt á grundvelli gæða fremur en skorts og meta virkni í stað skerðingar.
  • One-stop-shop.

Fundarstjóri var Ásta Dís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Peppara og stjórnarmaður í EAPN.

90% vaxtabóta fara til efnameiri heimila

Vaxtabætur hafa nýst síst þeim efnaminnstu á húsnæðismarkaðnum samkvæmt úttekt sem Íbúðalánasjóður hefur unnið. Í fyrra greiddi ríkið 4,6 milljarðar króna í formi vaxtabóta, sem jafngildir fimmtungs alls hins opinbera húsnæðisstuðnings.

Kerfið styður einnig illa við fyrstu kaupendur en um 70% vaxtabóta fara nú til fólks eldra en 36 ára.  Á sínum tíma þegar vaxtabótakerfinu var komið á var yfirlýstur tilgangur þess að styðja tekjulægri hópa til kaupa á húsnæði.  Þannig áttu vaxtabæturnar að renna til þeirra sem greiddu hlutfallslega mikið af tekjum sínum í vexti af íbúðalánum.

Í stað þess hefur kerfið þróast þannig að þeir sem hafa hærri tekjur og geta þar að leiðandi skuldsett sig meira hafa fengið meira af vaxtabótunum.  Sambærileg gagnrýni hefur komið fram á vaxtabætur t.d. í Bandaríkjunum.  Má þar nefna grein NYTimes How Homeownership became the Engine of American inequality þar sem bent var á að stuðningur hins opinbera vegna greiðslu vaxta hefði leitt til aukins ójöfnuðar í samfélaginu.

Nánari um málið.

Frétt á vef Íbúðalánasjóðs

Frétt á vef Morgunblaðsins