Fjölmiðlaverðlaun götunnar 2018

Næstkomandi föstudag verða fjölmiðlaverðlaun götunnar veitt í annað sinn af Pepp á Íslandi, grasrótarhreyfingu EAPN á Íslandi. Verðlaunin eru veitt fjölmiðlafólki fyrir framúrskarandi umfjallanir um fátækt á Íslandi og eru allar umfjallanir metnar af sérfræðingum á því sviði, fólki sem búið hefur við fátækt. Mikill fjöldi tilnefninga barst að þessu sinni okkur til mikillar ánægju … Continue reading Fjölmiðlaverðlaun götunnar 2018

EAPN opnar skrifstofu

EAPN á Íslandi er komið með skrifstofuaðstöðu í húsnæði Samhjálpar, Hlíðasmára 14, þriðju hæð, 201 Kópavogi.   Opið verður mánudag og miðvikudag frá kl. 10 til 14. Einnig er hægt að hafa samband í síma 8454010 eða með því að senda póst á eapn@eapn.is  

Alþingi setji reglur um fjárhagsaðstoð

Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna.  Fá lög skipta þá sem búa við fátækt og félagslega einangrun meira máli en sá lagabálkur.  Því hefur EAPN á Íslandi skilað inn umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í frumvarpinu má finna margvíslega réttarbót … Continue reading Alþingi setji reglur um fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð og mannréttindabrot

Vilborg Oddsdóttir skrifar: Hvert leitar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun og getur ekki framfleytt sér eða fjölskyldu sinni? Síðasta „stoppistöðin“ í velferðarkerfinu er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem sveitarfélög eru skyldug til að vera með samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hverju og einu sveitarfélagi er heimilt að setja sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoðina og … Continue reading Fjárhagsaðstoð og mannréttindabrot

Vilborg fékk fálkaorðu

Vilborg Oddsdóttir, formaður EAPN á Íslandi og félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fékk á nýársdag heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni.  Hún var sæmd riddarakrossi fyr­ir fram­lag til sam­hjálp­ar og bar­áttu gegn fá­tækt í sam­fé­lag­inu. Tólf Íslendingar fengu heiðursmerkið en þeir voru auk Vilborgar: 1. Al­bert Al­berts­son fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóri Hita­veitu Suður­nesja, Reykja­nes­bæ, ridd­ara­kross … Continue reading Vilborg fékk fálkaorðu

Vinnum gegn fátækt

Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök félaga sem … Continue reading Vinnum gegn fátækt

Draumur um bleika Barbie: Jólahugleiðing 2017

Á síðunni Jólasveinahjálparkokkar sem fæst við að miðla smágjöfum á milli þeirra hjálparkokka sem geta séð af einhverju slíku og jólasveina sem lítið hafa til að setja í þá barnaskó sem finna má í gluggum landsmanna. Á síðunni má finna margar beiðnir um skógjafir en í ár hafa einnig bæst við beiðnir um jólagjafir sem … Continue reading Draumur um bleika Barbie: Jólahugleiðing 2017

Lítið fyrir fátæka í fjárlagafrumvarpi 2018

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í dag.  Margir geta glaðst yfir auknum fjárveitingum í aðdraganda jólanna.  Við fyrstu yfirsýn virðast þeir fátækustu í samfélaginu ekki geta sagt það sama þótt heildarafgangur ríkissjóðs fyrir árið 2018 er áætlaður 35 milljarðar króna. Frumvarpið á að endurspegla fyrstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar „sem miða að því að samfélagið allt … Continue reading Lítið fyrir fátæka í fjárlagafrumvarpi 2018

Hver er framtíð norræna velferðarmódelsins?

Reglulega hefur verið lýst yfir dauða norræna velferðarmódelsins.  Það lifir þó ágætis lífi á öllum Norðurlöndunum þó áskoranirnar eru fjölmargar líkt og kom fram í máli Árna Páls Árnasonar á fundi á vegum Norðurlönd í fókus þann 5. desember sl. í Norræna húsinu. Norræna ráðherranefndin fékk Árna Pál, fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra Íslands, til að … Continue reading Hver er framtíð norræna velferðarmódelsins?

ÖBÍ verðlaunar RÚV, TravAble og Hlín Magnúsdóttir

Öryrkjabandalag Íslands veitti RÚV, TravAble og Hlín Magnúsdóttir árleg hvatningarverðlaun sín þann 4. desember síðastliðinn í tengslum við Alþjóðadag fatlaðs fólks. RÚV fékk verðlaun í flokknum umfjöllun/kynningar vegna þáttarins „Með okkar augum“ en þátturinn hefur verið sýndur á besta áhorfstíma hjá sjónvarpsstöðinni.     TravAble hlaut verðlaun í flokki fyrirtækja/stofnana fyrir smáforrit með upplýsingum um … Continue reading ÖBÍ verðlaunar RÚV, TravAble og Hlín Magnúsdóttir