Á Íslandi eru ekki til nein opinber, skilgreind og viðurkennd lágmarksframfærsluviðmið, en sveitarfélögin hafa lagalega skyldu til að veita fjárhagsaðstoð ef einstaklingur sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu getur ekki framfleytt sjálfum sér, maka eða börnum. Fjárhagsaðstoð byggist á VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga no. 40/1991 og er það í höndum hvers sveitarfélags að ákveða reglur fjárhagsaðstoðarinnar.
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á Íslandi er „síðasta stoppistöðin” í velferðarkerfinu og er veitt þeim sem geta ekki framfleytt sér og fjölskyldu sinni. Markmið fjárhagsaðstoðar er að styðja tímabundið einstakling og fjölskyldu hans fjárhagslega með lágmarksframfærslu. Þannig má líta á að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga sem íslenska lágmarksframfærsluviðmiðið.
Hér eru nokkur dæmi um upphæðir fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögum árið 2017:
Reglur Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð
- Einstaklingur 18 ára og eldri allt að 184.883 kr. Á mánuði
- Hjón/sambýlisfólk allt að 277.325 kr. Á mánuði
Reglur Kópavogs um fjárhagsaðstoð
- Einstaklingur 18 ára og eldri sem rekur eigið heimili 165.604 kr. á mánuði
- Hjón og sambúðarfólk 264.967 kr. á mánuði.
Reglur Hafnarfjarðar um fjárhagsaðstoð
- Einstaklingur 18 ára og eldri 154.384 kr. á mánuði.
- Hjón/sambúðarfólk 247.014 kr. á mánuði.
Reglur Akureyrar um fjárhagsaðstoð
- Einstaklingur 18 ára og eldri 150.353 kr. á mánuði.
- Hjón/sambúðarfólk 240.565 kr. á mánuði.