Það er óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við fátækt og félagslega einangrun á Íslandi. Við ætlum að útrýma fátækt í íslensku samfélagi og til þess að svo megi verða verður baráttan gegn fátækt og félagslegri einangrun að vera efst á forgangslista stjórnvalda á Íslandi.
Framtíðarsýn okkar náum við með því að tryggja:
- Jafna dreifingu tekna og eigna.
- Góð og aðgengileg störf.
- Öflugt félagslegt öryggisnet.
- Að engum sé mismunað.
- Mikla og öfluga félagslega virkni fólk sem tekst á við fátækt og félagslega einangrun.
Framtíðarsýn okkar byggist á trú okkar:
- Á að það megi ná fram betri og jafnari dreifingu auðs og tækifæra.
- Á jafnrétti.
- Á virðingu fyrir trú og menningarlegri fjölbreytni.
- Á að engum á að mismuna á grundvelli kyns, litarháttar, kynþáttar, tungu, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, kynhneigðar, uppruna, kynvitundar, fötlunar, efnahags, ætternis eða annarra aðstæðna.
- Á mikilvægi lýðræðis og gagnsæis í vinnu okkar.
- Á að fólk hafi rétt á að hafa áhrif og taka virkan þátt í ákvörðunum sem varðar það og að hlustað sé á skoðanir þeirra og reynslu.
- Á mikilvægi samvinnu við aðra sem deila sýn okkar, þ.m.t. hjá ríki, sveitarfélögum, opinberum stofnunum, alþjóðlegum stofnunum, verkalýðsfélögum, samtökum atvinnurekenda og öðrum frjálsum félagasamtökum.
- Á sjálfstæði frjálsra félagasamtaka.