Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífasamtök félaga sem … Continue reading Vinnum gegn fátækt
Draumur um bleika Barbie: Jólahugleiðing 2017
Á síðunni Jólasveinahjálparkokkar sem fæst við að miðla smágjöfum á milli þeirra hjálparkokka sem geta séð af einhverju slíku og jólasveina sem lítið hafa til að setja í þá barnaskó sem finna má í gluggum landsmanna. Á síðunni má finna margar beiðnir um skógjafir en í ár hafa einnig bæst við beiðnir um jólagjafir sem … Continue reading Draumur um bleika Barbie: Jólahugleiðing 2017
Lítið fyrir fátæka í fjárlagafrumvarpi 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í dag. Margir geta glaðst yfir auknum fjárveitingum í aðdraganda jólanna. Við fyrstu yfirsýn virðast þeir fátækustu í samfélaginu ekki geta sagt það sama þótt heildarafgangur ríkissjóðs fyrir árið 2018 er áætlaður 35 milljarðar króna. Frumvarpið á að endurspegla fyrstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar „sem miða að því að samfélagið allt … Continue reading Lítið fyrir fátæka í fjárlagafrumvarpi 2018
Hver er framtíð norræna velferðarmódelsins?
Reglulega hefur verið lýst yfir dauða norræna velferðarmódelsins. Það lifir þó ágætis lífi á öllum Norðurlöndunum þó áskoranirnar eru fjölmargar líkt og kom fram í máli Árna Páls Árnasonar á fundi á vegum Norðurlönd í fókus þann 5. desember sl. í Norræna húsinu. Norræna ráðherranefndin fékk Árna Pál, fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra Íslands, til að … Continue reading Hver er framtíð norræna velferðarmódelsins?
ÖBÍ verðlaunar RÚV, TravAble og Hlín Magnúsdóttir
Öryrkjabandalag Íslands veitti RÚV, TravAble og Hlín Magnúsdóttir árleg hvatningarverðlaun sín þann 4. desember síðastliðinn í tengslum við Alþjóðadag fatlaðs fólks. RÚV fékk verðlaun í flokknum umfjöllun/kynningar vegna þáttarins „Með okkar augum“ en þátturinn hefur verið sýndur á besta áhorfstíma hjá sjónvarpsstöðinni. TravAble hlaut verðlaun í flokki fyrirtækja/stofnana fyrir smáforrit með upplýsingum um … Continue reading ÖBÍ verðlaunar RÚV, TravAble og Hlín Magnúsdóttir
Aukinn ójöfnuður frá 2013
Ójöfnuður hefur verið að aukast hægt á síðustu þremur árum eftir því sem fjármagnstekjur byrjuð að hækka á nýjan leik frá bankahruni. Þetta kom fram í viðtali við Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands á Rás 2 í morgun. Stefán og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hafa stundið miklar rannsóknir á ójöfnuði og gefið afraksturinn út í … Continue reading Aukinn ójöfnuður frá 2013
Katrín vill berjast gegn fátækt
Í nýjum stjórnarsáttmála er fjallað um þá sem búa við fátækt og félagslega einangrun en ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið við stjórn landsins. Í stjórnarsáttmálanum segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt … Continue reading Katrín vill berjast gegn fátækt
Stjórnvöld hvött til að útrýma fátækt
Ný ríkisstjórn fær á sig áskorun um að útrýma fátækt á Íslandi á kjörtímabilinu 2017-2021 og byrja á því strax við undirbúning fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018 í grein Kristínar Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar í Fréttablaðinu í morgun. Þar bendir hún á að á hverju ári leitar fólk til Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem það á erfitt … Continue reading Stjórnvöld hvött til að útrýma fátækt
7% vinnandi fólks býr við fátækt
Fátækt meðal vinnandi fólks hefur aukist í Evrópu. Á Íslandi er talið að 6,9% vinnandi fólks búi við fátækt. Þar er aðallega um að ræða ungt fólk sem vinnur fulla vinnu en hefur ekki í sig eða á. Því til viðbótar er um að ræða einstæða foreldra, leigjendur, fólk af erlendum uppruna og geðfatlaðir sem … Continue reading 7% vinnandi fólks býr við fátækt
90% vaxtabóta fara til efnameiri heimila
Vaxtabætur hafa nýst síst þeim efnaminnstu á húsnæðismarkaðnum samkvæmt úttekt sem Íbúðalánasjóður hefur unnið. Í fyrra greiddi ríkið 4,6 milljarðar króna í formi vaxtabóta, sem jafngildir fimmtungs alls hins opinbera húsnæðisstuðnings. Kerfið styður einnig illa við fyrstu kaupendur en um 70% vaxtabóta fara nú til fólks eldra en 36 ára. Á sínum tíma þegar vaxtabótakerfinu … Continue reading 90% vaxtabóta fara til efnameiri heimila