Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt: Fátækt í 100 ár

Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi verður haldinn 17. október nk. í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt á Grandhóteli og hefst kl. 8.30 Á fundinum verður fjallað um fátækt á Íslandi á fullveldisöld og horft á stöðu þeirra sem eru fátækir og þróun hennar undanfarin 100 ár. Leitað verður svara við því hvernig það var að … Continue reading Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt: Fátækt í 100 ár

Móðursamtök EAPN funduðu í Vín

Aðalfundur móðursamtaka EAPN á Íslandi var haldinn daga 26. – 29. September í Vín, Austurríki.  Fulltrúar EAPN á Íslandi voru Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, gjaldkeri EAPN á Íslandi og Laufey Líndal Ólafsdóttir, ritari stjórnar EAPN á Íslandi, en þær eru jafnframt samhæfingarstjórar Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt og Sigfús Kristjánsson, sem hefur nýlega tekið … Continue reading Móðursamtök EAPN funduðu í Vín

ÖBÍ höfðar mál gegn TR

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur tekið ákvörðun um að höfða mál gegn Tryggingastofnun ríkisins vegna krónu-á-móti-krónu skerðingarinnar, eða sk. sérstök framfærsluuppbót. Með lögum árið 2017 var þessi bótaflokkur felldur niður hjá ellilífeyrisþegum og upphæð hans færð inn í bótaflokk sem heitir ellilífeyrir.  Með því var þessi skerðing afnumin hjá ellilífeyrisþegum.  Örorkulífeyrisþegar voru aftur á móti skildir … Continue reading ÖBÍ höfðar mál gegn TR

Sjálfboðaliðar óskast!

Pepp á Íslandi, grasrótarheyfing EAPN á Íslandi, leitar að sjálfboðaliðum bæði fyrir reglulega þriðjudagshittinga samtakanna og út um allt land. Á þriðjudagshittingunum koma Pepparar saman til að rjúfa félagslega einangrun, borða saman og halda fundi í baráttunni gegn fátækt.  Við tökum þátt í að berjast gegn matarsóun og fáum gefins ýmiskonar mat sem við eldum … Continue reading Sjálfboðaliðar óskast!

Fjölmiðlaverðlaun götunnar veitt í annað sinn

Þann 18. maí síðastliðinn voru Fjölmiðlaverðlaun götunnar haldin í annað sinn, en verðlaunin eru hvatningarverðlaun Pepp Íslands til blaða- og fréttamanna fyrir góða og vandaða umfjöllun um fátækt í íslenskum fjölmiðlum. Að þessu sinni urðu úrslitin sem hér segir: Verðlaunaðar tilnefningar: Mikael Torfason – „Fátækt fólk.“ (RÚV) Útvarpsþættir sem fjölluðu um stöðu ólíkra hópa fólks … Continue reading Fjölmiðlaverðlaun götunnar veitt í annað sinn

Fjölmiðlaverðlaun götunnar 2018

Næstkomandi föstudag verða fjölmiðlaverðlaun götunnar veitt í annað sinn af Pepp á Íslandi, grasrótarhreyfingu EAPN á Íslandi. Verðlaunin eru veitt fjölmiðlafólki fyrir framúrskarandi umfjallanir um fátækt á Íslandi og eru allar umfjallanir metnar af sérfræðingum á því sviði, fólki sem búið hefur við fátækt. Mikill fjöldi tilnefninga barst að þessu sinni okkur til mikillar ánægju … Continue reading Fjölmiðlaverðlaun götunnar 2018

EAPN opnar skrifstofu

EAPN á Íslandi er komið með skrifstofuaðstöðu í húsnæði Samhjálpar, Hlíðasmára 14, þriðju hæð, 201 Kópavogi.   Opið verður mánudag og miðvikudag frá kl. 10 til 14. Einnig er hægt að hafa samband í síma 8454010 eða með því að senda póst á eapn@eapn.is  

Alþingi setji reglur um fjárhagsaðstoð

Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna.  Fá lög skipta þá sem búa við fátækt og félagslega einangrun meira máli en sá lagabálkur.  Því hefur EAPN á Íslandi skilað inn umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í frumvarpinu má finna margvíslega réttarbót … Continue reading Alþingi setji reglur um fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð og mannréttindabrot

Vilborg Oddsdóttir skrifar: Hvert leitar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun og getur ekki framfleytt sér eða fjölskyldu sinni? Síðasta „stoppistöðin“ í velferðarkerfinu er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem sveitarfélög eru skyldug til að vera með samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hverju og einu sveitarfélagi er heimilt að setja sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoðina og … Continue reading Fjárhagsaðstoð og mannréttindabrot

Vilborg fékk fálkaorðu

Vilborg Oddsdóttir, formaður EAPN á Íslandi og félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fékk á nýársdag heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni.  Hún var sæmd riddarakrossi fyr­ir fram­lag til sam­hjálp­ar og bar­áttu gegn fá­tækt í sam­fé­lag­inu. Tólf Íslendingar fengu heiðursmerkið en þeir voru auk Vilborgar: 1. Al­bert Al­berts­son fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóri Hita­veitu Suður­nesja, Reykja­nes­bæ, ridd­ara­kross … Continue reading Vilborg fékk fálkaorðu