Pepp Ísland og Sumarborgin 2020 bjóða upp á Sumarsamveru í Mjóddinni og hófst verkefnið mánudaginn 29. júní 2020 og stendur yfir til 21. ágúst eða í samtals 8 vikur.

Verkefnið snýst um að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid en félagsleg einangrun hefur komið ansi illa við marga jaðarsetta hópa og einkum fólk sem ekki stendur vel félagslega eða fjárhagslega.

Sumarsamveran er styrkt af Reykjavíkurborg en sjálfboðaliðar á vegum Pepp eiga heiðurinn að hugmyndinni og halda utan um verkefnið til að gera það að veruleika.

Sumarsamveran er haldin í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd, að Álfabakka 12, og er opið þar alla virka daga á milli kl 11:00 og 15:00. Á staðnum er boðið upp á kaffi og meðlæti, fólki að kostnaðarlausu, til að tryggja að enginn þurfi að neita sér um að kíkja í kaffi og hitta annað fólk.

Markmiðið er að fólk geti droppað við og fengið sér kaffi, spjallað, prjónað, teiknað eða föndrað á staðnum, allt eftir því hvað hver vill. Einnig er hugmynd um að hægt sé að hittast og fara í göngutúr saman en leit stendur yfir að einhverjum sem gæti tekið að sér að skipuleggja slikt.

Við fögnum þeim sem vilja taka þátt og gerast sjálfboðaliðar og aðstoða okkur á einhvern hátt við þetta frábæra verkefni.

Nánari upplýsingar má fá á netfanginu peppari@internet.is eða í síma 845 1040 og á Facebook.