Manst þú eftir framúrskarandi umfjöllun um fátækt í íslenskum fjölmiðlum frá árinu 2019?

Var hún í útvarpi, sjónvarpi, í prentmiðli eða á netinu?

Finnst þér einhver einstaklingur, samtök eða miðill hafa staðið sig vel í að vekja athygli á stöðu fátækra eða ójöfnuði í samfélaginu?

Ef svo er sendu okkur tilnefningu (eina eða fleiri) með einhverjum af eftirfarandi leiðum:

  • Sendu okkur póst á peppiceland@gmail.com
  • Settu inn athugasemd við þessa færslu
  • Sendu okkur skilaboð á Facebook
  • Póstaðu inn í fjölmiðlaveituna okkar á Facebook (þarft að biðja um aðgang fyrst)

Allar ábendingar um gott efni vel þegnar!

Fjölmiðlaverðlaun götunnar verða afhent af grasrótarhreyfingunni Pepp Ísland í fjörða skipti þann 28. febrúar, 2020. Markmið verðlaunanna er að efla faglega, vandaða og virðingarfulla fjölmiðlaumfjöllun um fátækt og hvetja það fjölmiðlafólk sem sinnir málefninu af alúð og áhuga til dáða og áframhaldandi starfa í þágu málstaðarins.

Hver var þín uppáhalds umfjöllun um fátækt á árinu 2019?