17. október á Grand hóteli frá kl. 8:30-10:30
17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt og af því tilefni ætlar EAPN á Íslandi að efna til morgunverðarfundar um málefni sem mikið hefur verið í brennidepli að undanförnu.
Umræðan um matarsóun er stór liður í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun og fyrir bættri umhverfisvernd, en hefur einnig tengst baráttunni gegn fátækt á margan hátt.
Nokkrir umræðufletir eru á tengslum fátæktar og matarsóunar og á fundinum verður meðal annars fengist við eftirfarandi spurningar:
Er nýting afgangsmatar sóknarfæri í valdeflingu þeirra sem búa við fátækt?
Getum við nýtt mat sem gengur af á annan hátt en að gefa hann sem ölmusu til fátækra?
Hvernig getur nýting á afgangsmat leitt til farsældar fyrir samfélagið í heild sinni?
Frummælendur:
Rakel Garðarsdóttir, aðgerðarsinni og stofnandi samtakanna „Vakandi“.
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.
Kristín Ólafsdóttir, fræðslustjóri hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar.
Hildur Oddsdóttir, fulltrúi frá Pepp Ísland.
Að erindum loknum verða umræður á borðum og hópstjórar munu lesa afrakstur umræðna í lok fundar.
Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, opnar fundinn með ávarpi og fundarstjóri er Sigfús Kristjánsson, fulltrúi þjóðkirkjunnar í stjórn EAPN á Íslandi.
Skráning fer fram hér
Fundargjald er 3000 kr. (morgunverður innifalinn) en hægt er að fá undanþágu frá greiðslu með því að haka við möguleikann „sæki um styrk fyrir greiðslu”.
Viðburðurinn á Facbook: https://www.facebook.com/events/814716232317356/
Fundurinn er haldinn í samvinnu við Velferðarvaktina.