Fjölmiðlaverðlaun götunnar verða haldin í húsakynnum Hjálpræðishersins í Reykjavík í Mjódd, föstudaginn 22. febrúar frá kl. 14-16.

Í boði verða kaffiveitingar og létt snarl og mun hljómsveitin Bee Bee and the Bluebirds mæta á svæðið og leika nokkur vel valin lög.

Verðlaunað verður fyrir starfsárið 2018 og eru eftirfarandi aðilar tilnefndir:

 

Gabríel Benjamín – Stundin:

Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum.“ (Stundin, 13. desember, 2018)

Nýtt úrræði fyrir eldri borgara nýtist best vel stæðum körlum”. (Stundin, 18. Janúar, 2018)

Koma fram við okkur eins og við séum eign þeirra” (Stundin, 30. September, 2018)

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam” (Stundin, 15. Júlí, 2018)

 

Jón Bjarki Magnússon – Stundin:

Með þrjár háskólagráður og í fullu starfi en samt í fjárhagslegum nauðum“ (Stundin, 30. Desember, 2018)

Þegar Lúxembúrgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar” (Stundin, 20. Febrúar, 2018)

 

Kristjana Guðbrandsdóttir – Fréttablaðið:

Öðruvísi fátækt í Reykjavík en í Ekvador“. (Fréttablaðið, 5. Maí, 2018)

Vill ekki verða tamin millistéttarkona í dragt“. (Fréttablaðið, 2. Júní, 2018)

Látum ekki hafa okkur að fíflum” (Fréttablaðið, 3. Mars 2018)

 

Aðalheiður Ámundadóttir – Fréttablaðið:

Fallvalt frelsi Mirjam” (Fréttablaðið, 1. September, 2018)

 

Viktoría Hermannsdóttir – Rás 1

Saga fyrrum vændiskonu” (Málið er, 7. Desember, 2018)

 

Sigríður Halldórsdóttir – RÚV, sjónvarp

Ég átti ekki í nein hús að venda” (Kveikur, 13. Mars 2018)

 

Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson – RÚV, sjónvarp

Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði” (Kveikur, 2. Október, 2018)

 

Alda Lóa Leifsdóttir – Efling, stéttarfélag

Fólkið í Eflingu” (Efling, stéttarfélag og samfélagsmiðlar, 2018)

 

Alda Lóa Leifsdóttir, Sverrir Björnsson og auglýsingastofan Kontór – Efling, stéttarfélag

Líf á lægstu laununum” (Herferð fyrir Eflingu, stéttarfélag)