Aðalfundur móðursamtaka EAPN á Íslandi var haldinn daga 26. – 29. September í Vín, Austurríki.  Fulltrúar EAPN á Íslandi voru Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, gjaldkeri EAPN á Íslandi og Laufey Líndal Ólafsdóttir, ritari stjórnar EAPN á Íslandi, en þær eru jafnframt samhæfingarstjórar Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt og Sigfús Kristjánsson, sem hefur nýlega tekið sæti í stjórn EAPN á Íslandi sem fulltrúi Kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem fundurinn skiptist í þrjá hluta.

Ásta Þórdís sat fundi Exco sem er aðalstjórn EAPN og leysti þar af formann EAPN á Íslandi Vilborgu Oddsdóttur en hún átti ekki heimangengt í þetta sinni.  Laufey sat fundi EUISG sem sér um stefnumótun samtakanna og aðhald með stjórnvöldum.  Sigfús sat fræðslunámskeið samtakanna.

 

Eftir þétta fundi í tvo daga endaði dagskráin á aðalfundi samtakanna en þar höfðu fulltrúar þriggja landa verið beðnir um að halda kynningu á ársskýrslu landssamtakanna og svara spurningum um grasrótarstarfið heima fyrir og baráttuna gegn fátækt, þar með talið fulltrúar okkar.  Hin löndin voru Finnland og Lúxemburg.