Næstkomandi föstudag verða fjölmiðlaverðlaun götunnar veitt í annað sinn af Pepp á Íslandi, grasrótarhreyfingu EAPN á Íslandi.

Verðlaunin eru veitt fjölmiðlafólki fyrir framúrskarandi umfjallanir um fátækt á Íslandi og eru allar umfjallanir metnar af sérfræðingum á því sviði, fólki sem búið hefur við fátækt.

Mikill fjöldi tilnefninga barst að þessu sinni okkur til mikillar ánægju og verður tilkynnt um niðurstöður valnefndar í húsnæði Hjálpræðishersins að Álfabakka 12 þann 18. maí klukkan tvö.

Facebookviðburður fjölmiðlaverðlauna götunnar