Vilborg Oddsdóttir, formaður EAPN á Íslandi og félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fékk á nýársdag heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni.  Hún var sæmd riddarakrossi fyr­ir fram­lag til sam­hjálp­ar og bar­áttu gegn fá­tækt í sam­fé­lag­inu.

Tólf Íslendingar fengu heiðursmerkið en þeir voru auk Vilborgar:

1. Al­bert Al­berts­son fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóri Hita­veitu Suður­nesja, Reykja­nes­bæ, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á vett­vangi jarðhita­nýt­ing­ar

2. Álfrún Gunn­laugs­dótt­ir rit­höf­und­ur og fyrr­ver­andi pró­fess­or, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta og kennslu bók­mennta á há­skóla­stigi

3. Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir leik­kona, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar

4. Gunn­ar V. Andrés­son ljós­mynd­ari, Mos­fells­bæ, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenska fjöl­miðla

5. Hall­dóra Björns­dótt­ir íþrótta­fræðing­ur, Mos­fells­bæ, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til heilsu­vernd­ar og lýðheilsu

6. Hauk­ur Ágústs­son fyrr­ver­andi skóla­stjóri, Ak­ur­eyri, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á vett­vangi skóla­mála og fjar­kennslu

7. Lár­us Blön­dal for­seti Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands, Garðabæ, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar

8. Ólaf­ur Dýr­munds­son fyrr­ver­andi ráðunaut­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lensks land­búnaðar

9. Ólöf Nor­dal mynd­list­armaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar

10. Sig­fús Krist­ins­son tré­smíðameist­ari, Sel­fossi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til at­vinnu­lífs og iðnmennta í heima­byggð

11. Sigþrúður Guðmunds­dótt­ir for­stöðukona Kvenna­at­hvarfs, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf að vel­ferð og ör­yggi kvenna