Ójöfnuður hefur verið að aukast hægt á síðustu þremur árum eftir því sem fjármagnstekjur byrjuð að hækka á nýjan leik frá bankahruni. Þetta kom fram í viðtali við Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands á Rás 2 í morgun.

Stefán og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hafa stundið miklar rannsóknir á ójöfnuði og gefið afraksturinn út í nýrri bók sem heitir Ójöfnuður á Íslandi sem kom út í dag.

Á árunum milli stríða ríkti hér mikill ójöfnuður, líkt og flestum löndum Evrópu. Eftir seinni heimsstyrjöldina tók hins vegar við nær 50 ára tímabil jöfnuðar tekna. Stefán sagði að eftir að Ísland fékk sjálfstæði ríkti hér sennilega mesta jafnaðarsamfélag jarðarinnar í 50 ár ásamt hinum Norðurlöndunum. Sennilega var ívið meiri jöfnuður á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

Eftir því sem aukið frelsi varð á fjármagnsmörkuðum, hlutabréfamarkaðir komu til sögunnar og aðgangur að lánsfé varð meiri jókst ójöfnuðurinn frá 1995 og náði hámarki á árunum fyrir hrun.