Vaxtabætur hafa nýst síst þeim efnaminnstu á húsnæðismarkaðnum samkvæmt úttekt sem Íbúðalánasjóður hefur unnið. Í fyrra greiddi ríkið 4,6 milljarðar króna í formi vaxtabóta, sem jafngildir fimmtungs alls hins opinbera húsnæðisstuðnings.
Kerfið styður einnig illa við fyrstu kaupendur en um 70% vaxtabóta fara nú til fólks eldra en 36 ára. Á sínum tíma þegar vaxtabótakerfinu var komið á var yfirlýstur tilgangur þess að styðja tekjulægri hópa til kaupa á húsnæði. Þannig áttu vaxtabæturnar að renna til þeirra sem greiddu hlutfallslega mikið af tekjum sínum í vexti af íbúðalánum.
Í stað þess hefur kerfið þróast þannig að þeir sem hafa hærri tekjur og geta þar að leiðandi skuldsett sig meira hafa fengið meira af vaxtabótunum. Sambærileg gagnrýni hefur komið fram á vaxtabætur t.d. í Bandaríkjunum. Má þar nefna grein NYTimes How Homeownership became the Engine of American inequality þar sem bent var á að stuðningur hins opinbera vegna greiðslu vaxta hefði leitt til aukins ójöfnuðar í samfélaginu.
Nánari um málið.