Fátækt meðal vinnandi fólks hefur aukist í Evrópu.  Á Íslandi er talið að 6,9% vinnandi fólks búi við fátækt.  Þar er aðallega um að ræða ungt fólk sem vinnur fulla vinnu en hefur ekki í sig eða á.  Því til viðbótar er um að ræða einstæða foreldra, leigjendur, fólk af erlendum uppruna og geðfatlaðir sem fást við fátækt.  Þetta kom fram á fjölmennum fundi EAPN á Íslandi og Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd þann 16. nóvember á Grand hótel.

Á fundinum fluttu Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og skýrsluhöfundur um lágmarksframfærslu, Guðný Björk Eydal, prófessor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Mikael Torfason, rithöfundur erindi.

Pepparar sögðu frá niðurstöðum ráðstefnu um fátækt meðal vinnandi fólks sem haldin var á vegum móðursamtaka EAPN í Brussel.

Tillögur sem bent var á til að takast á við fátækt voru:

  • Að móta heildstæða aðgerðaáætlun til að vinna bug á fátækt.
  • Móta heildstæða húsnæðisstefnu.
  • Skilgreina grunnframfærsluviðmið.
  • Draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga.
  • Samræma og samhæfa trygginga-, félagslega og skattkerfið.
  • Vinna með fátækt á grundvelli gæða fremur en skorts og meta virkni í stað skerðingar.
  • One-stop-shop.

Fundarstjóri var Ásta Dís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Peppara og stjórnarmaður í EAPN.